Tuesday, 11 December 2012

Heimsendir


Heimsendir lét sumsé ekki á sér kræla, eða ég held ekki. Er það gott eða slæmt?

Ég tók ekki einbeitta ákvörðun um að opna enn eina bloggsíðuna, heldur álpaðist til þess eftir smá fikt inni á Google+ (af öllum stöðum). Síðasta bloggsíðan mín var voða fín og búin til gagngert handa mér af vini mínum sem er gúrú. Á hana náði ég að skrifa eina færslu. Sjáum til hvað verður úr þessari. Ég býst við, að úr því hún er komin í loftið ætti ég að nota hana til einhvers konar miðlunar, einhvers konar samneytis við umheiminn.

Svona á meðan við bíðum eftir að heimurinn farist.




No comments:

Post a Comment